Sigurjón Arnórsson og Hreiðar Ingi Eðvarðsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, samkvæmt tilkynningu frá stjórnarráðinu.
„Sigurjón hefur verið aðstoðarmaður Ingu frá árinu 2017. Hann er með BA gráðu í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.
Hreiðar Ingi er lögfræðingur að mennt og var áður framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins.“
Vekur þetta sérstaklega athygli í ljósi þess að ein vinsælasta hugmyndin sem almenningur hefur lagt til í samráðsgáttinni „Verum hagsýn í rekstri ríkisins,“ sem Valkyrjustjórnin opnaði fyrir stuttu, er sú hugmynd að ráðherrar ættu aðeins að hafa einn aðstoðarmann eða jafnvel engan. Verði hlustað á þær hugmyndir er greinilegt að Hreiðar eða Sigurjón mun missa vinnuna áður en kjörtímabilinu lýkur.