Inga Sæland hefur reddað áramótunum fyrir mörgum samkvæmt nýrri færslu á Facebook.
Formaður Flokks fólksins, sem legið hefur í rúminu með Covid að undanförnu en er greinlega komin á ról, átti að eigin sögn „gott samtal“ við fjármálastjóra Tryggingastofnun Ríkisins í morgun um leiðréttingu á því að persónuafslátturinn var tekinn af fólki sem býr erlendis og fær greiðslur frá TR. Segir hún fjármálastjórann ætla að reyna að greiða út fyrir 15 í dag, annars fái fólkið leiðréttingu og persónuafsláttinn sinn greiddan 2. janúar. „Þannig að ekki hafa áhyggjur við náðum að fresta þessum ljóta gjörningi til 1.jan 2025 og munum nýta næsta ár í að berjast gegn gildistöku þeirra,“ skrifaði Inga í færslu sinni.
Er því ljóst að Flokkur fólksins hafi með þessu nælt sér í fleiri kjósendur enda alltaf gott þegar flokkar geta staðiði undir nafni. Guðfinna nokkur var að minnsta kosti ekki í nokkrum vafa um það hvern hún ætlaði að kjósa í næstu alþingiskosningum en hún skrifaði eftirfarandi athugasemd við færslu Ingu: „Við vitum hvað við eigum að kjósa næst. Takk fyrir Inga Sæland.“
Færsluna má lesa í heild hér fyrir neðan.