Miðvikudagur 30. október, 2024
5.5 C
Reykjavik

Inga Sæland er fjúkandi reið: „Við höfum verið höfð að fíflum varðandi flokkun sorps“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Inga Sæland er eins og margir aðrir á Íslandi, afar ósátt við flokkunarhneiksli Sorpu.

Heimildin uppljóstraði í dag um blekkingu Sorpu sem staðið hefur í áraraðir en það felst í því að biðja neytendur að þrífa og flokka pappírsfernur utan um mjólk, safa og fleira. Þetta hefur svo verið sent í brennslu í útlöndum. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins er algjörlega misboðið, líkt og svo mörgum. Fyrir stundu skrifaði hún færslu á Facebook sem hefur vakið gríðarlega athygli. Hljóðar hún svo:

„Mér er gjörsamlega misboðið hvernig við höfum verið höfð að fíflum varðandi flokkun sorps. Lang flest okkar höfum tekið því grafalvarlega og vandað okkur við að flokka rétt. En nú er það að koma í ljós að við erum talin svo grunnhygginn að það hafi þurft að æfa okkur i áraraðir í að flokka sorp áður en innviðirnir eru tilbúnir til að taka á móti því og virða verkin sem við erum að vinna. Ef einhver heldur að það sé hvetjand í umhverfisvernd að koma svona aftan að okkur þá feil-reiknar sá hinn sami sig all verulega. Því miður eru miklar líkur á að margir munu snúa frá sjálfboðavinnu sinni í flokkun sorps fyrir Sorpu. Enn á ný vanhæfir stjórnendur að vinna ómetanlegt tjón á samfélaginu. það er ekki flóknara en það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -