Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Ingibjörg segir forsætisráðherra mega dansa og drekka: „En á endanum eru konur bara hot or not“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur forsætisráðherra Finnlands til varnar á Facebook. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur verið gagnrýnd eftir að myndband af henni dansandi og syngjandi var birt á netinu.

„Í hvaða heimi má forsætisráðherra ekki dansa, drekka og skemmta sér? Er það vegna þess að hún er ung, falleg kona sem það þykir ekki viðeigandi. Af því að ég er nokkuð viss um að ráðherrar hafi nú í gegnum tíðina skemmt sér allskonar,“ skrifar Ingibjörg.

Hún segir málið sýna þá hræsni sem konur í valdastöðu verða fyrir. „Fyrrverandi ráðherra lýsti til dæmis samskiptum sínum við vændiskonur í opinberum heimsóknum: „Í Austur-Evrópu er alltaf fullt af háklassahórum á slíkum stað. Til að fá frið bauð ég einni með mér í mat. Hún var sirka átján,” sagði hann meðal annars,“ segir Ingibjörg.

Hún segir málið minna á ýmis sambærileg mál á Íslandi. „Annars minnir þetta fíaskó að forsætisráðherra Finnlands þurfi að skila fíkniefnaprófi á það þegar Áslaug Arna mætti í sjónvarpsviðtal til að ræða kynferðislega áreitni gagnvart stjórnmálakonum og einhver karlfúskur hneykslaðist yfir prófíl-myndinni hennar, sem var bara falleg mynd af ungri konu en honum þótti of þokkafull, eða það lá í orðum hans. Eða þegar Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari þurfti að undirgangast opinbera umræðu um brjóstaskoruna á sér í miðjum réttarhöldum yfir morðingja. Og Klausturmálið eins og það lagði sig, alla kvenfyrirlitninguna sem birtist í orðum þeirra sem þar sátu. Þar á meðal fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem töldu sig hafa ríkulegt frelsi til að vera fullir og ruglaðir. En á endanum eru konur bara hot or not.

Verst að það er hvorki hægt að virða þær fyrir það sem þær eru ef þær eru of sexý og skemmtilegar né ef það „fellur hratt á þær“.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -