Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Ingibjörg segir Pál Vilhjálms fara með fleipur: „Sameiningin er ekki tilkomin af einhverri nauðsyn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir segir Pál Vilhjálmsson fara með rangt mál, Stundin og Kjarninn hafi ekki verið í fjárhagskröggum.

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari skrifaði færslu í dag þar sem hann fullyrðir að Stundin og Kjarninn hafi verið á leið í gjaldþrot og þess vegna ákveðið að sameinast í fréttamiðilinn Heimildin. Þetta er alrangt samkvæmt öðrum ritstjóra hins nýja miðils.

Sjá einnig: Páll gerir grín að Heimildinni: „Hafa um langa hríð verið á undanþágu frá almennu siðferði“

Í samtali við Mannlíf segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar og stofnandi Stundarinnar, að fjárhagsstaða miðlanna hafi verið góða. „Þetta er bara ekki rétt. Reksturinn hefur verið í jafnvægi og Stundin hefur verið undanfarin ár sá fjölmiðill sem helst hefur skilað hagnaði í íslensku fjölmiðlaumhverfi fyrir utan kannski Sýn sem er fyrst og fremst fjarskiptafyrirtæki. Reksturinn verður á sömu kennitölu og bæði félögin standa við sínar skuldbindingar. Sameiningin er ekki tilkomin af einhverri þörf eða nauðsyn, heldur vegna þess að við teljum að þessir miðlar séu sterkari saman en í sundur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -