Hvað varðar hjartavöðvabólgu, sem Ingileif segir marga hafa áhyggjur af, þá var gerð rannsókn bæði í Bretlandi í Bandaríkjunum. Hjá þeim 1,2 milljónum barna á aldrinum 13 til 17 ára kom í ljós að tíðni hjartavöðvabólgu var svo lág að ekki var hægt að meta hvort það væri aukin áhætta miðað við óbólusetta. Þá var gerð rannsókn sem byggir á 8,7 milljónum bólusetninga í Bandaríkjunum hjá 5 til 11 ára.
„Þar er tíðni aukaverkana mjög sambærileg við það sem var í klínísku rannsókninni sem urðu til þess að leyfið var veitt. Hjartavöðvabólga kom fram þar í ellefu einstaklingum þar sem það var staðfest. Það eru ekki nema 1,26 tilfelli á eina milljón bólusetninga, sem er mjög lágt,“ sagði Ingileif.
Samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum er tíðni hjartavöðvabólgu hjá börnum undir 18 ára aldri sem fá COVID 36-falt meiri en hjá bólusettum börnum.