Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ingileif prófessor í ónæmisfræði: „Engar alvarlegar aukaverkanir komu fram í rannsóknunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Engar alvarlegar aukaverkanir komu fram í rannsóknunum. Vægar aukaverkanir á borð við eymsli á stungustað, beinverkir og þreyta gerðu vart við sig. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld
„Verndin var 91 prósent tæplega og hlutleysandi mótefni voru jafnhá og þau voru hjá eldri unglingum. Þannig að allar forsendur eru til þess að þetta bóluefni sé jafn öruggt og jafn virkt og í unglingunum,“ sagði Ingileif.
Bóluefnin eiga að veita börnum á aldrinum 5 til 11 ára svipaða vernd og hjá unglingum á aldrinum 12 til 15 ára. Þetta byggir á rannsókn á 4.700 börnum sem fengu tvo skammta af bóluefninu. Börnin fengu þriðjung af fullorðinsskammti, tvo skammta með þriggja vikna millibili.

Hvað varðar hjartavöðvabólgu, sem Ingileif segir marga hafa áhyggjur af, þá var gerð rannsókn bæði í Bretlandi í Bandaríkjunum. Hjá þeim 1,2 milljónum barna á aldrinum 13 til 17 ára kom í ljós að tíðni hjartavöðvabólgu var svo lág að ekki var hægt að meta hvort það væri aukin áhætta miðað við óbólusetta. Þá var gerð rannsókn sem byggir á 8,7 milljónum bólusetninga í Bandaríkjunum hjá 5 til 11 ára.

„Þar er tíðni aukaverkana mjög sambærileg við það sem var í klínísku rannsókninni sem urðu til þess að leyfið var veitt. Hjartavöðvabólga kom fram þar í ellefu einstaklingum þar sem það var staðfest. Það eru ekki nema 1,26 tilfelli á eina milljón bólusetninga, sem er mjög lágt,“ sagði Ingileif.

Samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum er tíðni hjartavöðvabólgu hjá börnum undir 18 ára aldri sem fá COVID 36-falt meiri en hjá bólusettum börnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -