Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Ingó veðurguð áfrýjar til Landsréttar: „Við teljum dóminn bersýnilega rangan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingólfur Þórarinsson eða Ingó veðurguð eins og hann er jafnan kallaður, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 30. maí síðastliðinn. Ingólfur stefndi Sindra Þór Sigríðarsyni fyrir meiðyrði en Héraðsdómur sýknaði hann.

Staðfesti Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, þetta við fréttastofu Vísis. Segir hún áfrýjunarstefnu verða senda Landsrétti í dag.

Í málinu krafðist Ingólfur þess að fimm ummæli Sindra um sig yrði dæmd dauð og ómerk. Krafðist hann einnig þriggja milljóna króna í miskabætur.

Ekkert annað kom til greina sagði Auður Björg í samtali við Vísi.

„Við teljum dóminn bersýnilega rangan og áfrýjum í því skyni að fá honum hnekkt. Ég myndi aldrei leggja til að áfrýja málinu nema ef ég myndi telja svo vera.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -