Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Ingvar lést langt fyrir aldur fram: Tilnefndur til Eddunnar í ár – „Hversu ósanngjarnt og ömurlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingvar Lundberg tónlistamaður er látinn, langt fyrir aldur fram. Hann var einungis 56 ára að aldri og lést úr krabbameini. Hann er tilnefndur til Edduverðlaunana, sem veitt verða í september, fyrir kvikmyndina Dýrið sem kom út í fyrra. Myndin hefur fengið mikið lof og hafa sumir spáð því að hún muni sópa að sér verðlaunum í haust.

Ingvar hlaut tilnefninguna fyrir skömmu síðan, en þær voru tilkynntar í lok maí. Ingvar lést því í blóma lífsins og er sorg meðal aðstandenda hans gífurleg. Ingvar var einnnig hljómborðsleikari í hljómsveitinni Súellen.

DV greinir frá andláti Ingvars og vísar í tilkynningu sem hljómsveitinni. Þar segir: „Besti og ljúfasti vinur okkar og förunautur, Ingvar Lundberg hljómborðsleikari í Súellen er látinn. Hversu ósanngjarnt og ömurlegt. Sorg og söknuður umlykur allt. Það er erfitt að ná utan um að þessum góða dreng hafi verið gert að fara svona snemma.“

Ingvar er sagður hafa verið einstakur tónlistamaður en einnig ótal kostum gæddur. „Ingvar auðgaði líf fólks sem í kring um hann var, hlustaði og gaf, dillandi hláturinn, hrókur alls fagnaðar, dásamlega skemmtilegur, gáfaður í meira lagi og ekki síst einstakur tónlistarmaður og kvikmyndahljóðhönnuður. Arfleifð Ingvars er merkileg og dýrmæt, meira um það síðar.

Við sendum fjölskyldu og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -