Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að kaupa hús sem er jafnglæsilegt og hennar Önnu Birnu Björnsdóttur en hún er innanhússarkitekt. Anna býr þar með Orra Erlingssyni íþróttakennara og börnum.
Um er að ræða glæsilega eign í Seljahverfinu. Húsið er 219 m² og byggð árið 1979. Þetta er endaraðhús með glugga í þrjár áttir og eru Fjögur rúmgóð herbergi á efstu hæðinni ásamt aðalbaðherbergi. Þá eru leigutekjur af tveggja herbergja íbúð í kjallara. Á aðalhæðinni er rúmgóð stofa og eldhús ásamt gestasnyrtingu og þvottahúsi.
Húsið er mjög fjölskylduvænt, stutt ganga í leik- og grunnskóla ásamt íþróttastarf hjá ÍR. Öll önnur þjónusta er í nágrenninu s.s. verslun, sundlaug og líkamsrækt.
Þau vilja fá 113.700.000 krónur fyrir húsið.