- Auglýsing -
Pípulagningameistarinn Guðmundur Páll Ólafsson deildi með fylgjendum sínum myndbandi af innbroti á vinnustað hans.
Í færslu sem Guðmundur birti segir hann að þetta sé annað innbrotið sem fyrirtækið verður fyrir á skömmum tíma og að innbrotsþjófarnir tveir séu sennilega íslenskir en í myndbandinu heyrist annar þeirra segja „Það er verið að filma okkur.“
Innbrotið átti sér stað snemma morguns 24. janúar.
Í færslunni óskar Guðmundur eftir aðstoð almennings við að leysa þetta innbrotsmál.