Samkvæmt dagbók lögreglu var nóttin róleg. Á fjórða tímanum í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um innbrot í verslun. Lögreglumenn af Hverfisgötunni voru sendir á vettvang og er þá bar að garði gengu þeir fram á einstakling í óða önn við að eiga við inngang verslunarinnar. Var sá hinn sama í annarlegu ástandi. Málið var leyst á vettvangi.
Rétt fyrir klukkan eitt stöðvaði lögreglan ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við frekari athugun kom í ljós að hann hafði einnig fíkniefni meðferðis. Fékk ökumaðurinn hið hefðbunda ferli við slíkar aðstæður og að lokum sleppt lausum.
Klukkan korter yfir þrjú í nótt var lögreglan í Kópavogi kölluð út til aðstoðar ökumanns sem lenti hafði í umferðaróhappi. Blessunarlega urðu engin slys á fólki.