Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Innbrotum fjölgaði um 31 prósent á höfuðborgarsvæðinu – Tilkynningum um heimilisofbeldi fækkaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir janúar 2023 hefur tilkynningum um innbrot og þjófnað aukist heilmikið miðað við meðaltal sama tímabils síðastliðin þrjú ár á aundan.

Skráð voru 608 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í janúar og fjölgaði þessum brotum á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir janúar 2023. Þár hefur tilkynningum um þjófnaði fjölgaði á milli mánaða sem og tilkynningum um innbrot. Það sem af er ári hafa borist um 31 prósent fleiri tilkynningar um innbrot en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan.

Þróunin er nokkuð slæm þegar kemur að ofbeldi en alls bárust 111 tilkynningar um ofbeldisbrot í janúar og fjölgaði þessum tilkynningum á milli mánaða. Þó fækkuðu tilkynningar um heimilisofbeldi lítillega á milli mánaða og fóru úr 67 tilkynningum í desember í 63 tilkynningar í janúar. Það sem af er ári hafa borist um 16 prósent færri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan.

Þegar kemur að börnunum okkar þá bárust alls sjö beiðnir um leit að börnum og ungmennum í janúar og fækkaði þessum beiðnum á milli mánaða.

Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði töluvert á milli mánaða og var eitt stórfellt fíkniefnabrot skráð í janúar. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna fjölgaði á milli mánaða sem og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur.

Þá kemur fram í skýrslunni að í janúar hafi 536 umferðarlagabrot, að hraðamyndavélum undanskildum, verið skráð.. Það sem af er ári hafa verið skráð um þrjú prósent fleiri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.

- Auglýsing -

Skýrsluna í heild sinni er hægt að nálgast hér: https://issuu.com/logreglan/docs/lykiltolur_2023_jan_ar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -