Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búið er að draga í undanriðla fyrir Eurovision. Útdrátturinn leiddi í ljós að Ísland mun keppa á seinna undankvöldinu sem fer fram 14. maí en það fyrra er haldið 12. maí.

Aðalkeppnin fer fram í Rotterdam í Hollandi 16. maí.

Ísland keppir með Austurríki, Moldóvu, Póllandi, San Marínó, Serbíu, Tékklandi, Grikklandi, Estóníu, Danmörku, Búlgaríu, Sviss, Finnlandi, Armeníu, Lettlandi, Georgíu, Portúgal og Albaníu í riðli.

Hver keppir fyrir hönd Íslands?

Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2020. Fimm lög etja kappi í fyrri undanúrslitum í Háskólabíói laugardaginn 8. febrúar og fimm lög viku síðar í seinni undanúrslitum 15. febrúar.

Þau tvö lög sem hljóta flest atkvæði í símakosningu hvort kvöld tryggja sér sæti í úrslitum. Því keppa fjögur lög til úrslita í Laugardalshöll 29. febrúar og verður sigurlagið framlag Íslands til Júróvision. Svo gæti farið að eitt lag verði valið sem svokallað wild card úr annarri hvorri undankeppninni, því á tíminn eftir að leiða í ljós fjögur eða fimm lög keppa til úrslita.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Söngvakeppnin 2020: Þessi taka þátt í ár

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -