Laugardagur 11. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Ísland með tvo rétti á lista yfir versta mat í heim: „Er það ekki afrek hjá fámennri þjóð?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson furðar sig á lista yfir versta mat heims en Ísland á þar tvo rétti á lista.

Afmælisbarn dagsins, Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaforingi, skrifaði færslu í gær þar sem hann birtir lista yfir 100 verstu rétti í heimi, samkvæmt einkunnargjöf á síðunni TasteAtlas.com. Furðar hann sig á því að á listanum eigi smáríkið Ísland tvo rétti af þeim 100 sem þykja verstir í heimi. Hinir íslensku réttir eru þorramatur og svið en einhverra hluta vegna eru þeir ekki hátt skrifaðir af íbúum þessa heims.

Hér má sjá færslu Gunnars Smára sem og listann í heild sinni:

„Er það ekki afrek hjá fámennri þjóð, sem er aðeins 0,0049% af mannkyninu, að eiga þarna rétt nr. 9 (þorramatur) og líka nr. 11 (svið) yfir þann mat sem fær verstu einkunn í heiminum. Miðað við fólksfjölda ættum við aðeins að eiga þarna ein rétt af hverjum 20.500. Annars er þetta óskiljanlegur listi. Fyrir utan að þarna er mikið af prýðilegum mat er erfitt að átta sig á hvers vegna íslensk svið eru nr. 11 en norsk smalahöfuð nr. 98.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -