Föstudagur 14. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ísland vill uppræta kynfæralimlestingar kvenna í Síerra Leóne: „Brot á mannréttindum“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýju samstarfsverkefni Íslands, stjórnvalda í Síerra Leóne og Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um upprætingu á kynfæralimlestingum stúlkna og kvenna var hleypt af stokkunum í sendiráði Íslands í Freetown þann 6. febrúar síðastliðinn en greint er frá þessu í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Samkvæmt henni er verkefnið er til fjögurra ára og leggur upp með heildræna nálgun þar sem gagnasöfnun, rannsóknir, stuðningur við grasrótina og valdefling kvenna og stúlkna verður í forgrunni. Þá er einnig lögð áhersla á samstarf við stjórnvöld, samfélagsleiðtoga, grasrótarsamtök og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Síerra Leóne

Pálína B. Matthíasdóttir deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu í utanríkisráðuneytinu og Sibeso Mululuma starfandi forstöðumaður UNFPA í Síerra Leóne.

„Limlestingar á kynfærum kvenna er heilbrigðisvandamál, brot á mannréttindum og birtingarmynd á kynbundnu misrétti og ofbeldi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um málið. „Mannréttindi og jafnrétti kynjanna eru ein af fjórum megin áherslum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og okkur ber hreinlega skylda til að leggja okkar af mörkum til að takast á við þetta víðtæka vandamál í Síerra Leóne í góðu samstarfi við stjórnvöld og samtök með reynslu á þessu sviði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -