Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Íslandsbanki viðurkennir alvarleg brot með rúmum milljarði í sáttargreiðslu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslandsbanki hefur falist á að innri reglum bankans hafi ekki verið fylgt og þær verið brotnar á alvarlegan hátt, auk þessa hafi eðlilegum viðskiptaháttum ekki verið fylgt við framkvæmd útboðs Bankasýslu á 22,5% hlut ríkis í bankanum. Útboðið var í mars 2022.

Fram kemur á samkvæmt fréttastofu rúv.is að bankinn greiðir Fjármálaeftirlitinu 1,16 milljarða í sáttargreiðslu.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir:

„Í sáttinni fellst bankinn á það mat fjármálaeftirlitsins að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins, einkum hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum s.s. aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna“.

„Þá hafi innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits ekki verið fullnægjandi og skort hafi áhættumiðað eftirlit með hljóðritunum. Jafnframt telur fjármálaeftirlitið að bankinn hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið. Loks hafi bankinn við framkvæmd útboðsins ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum. Er það niðurstaða fjármálaeftirlitsins að brot bankans samkvæmt framangreindu hafi verið alvarleg.“

Fjármálaráðherra fannst salan velheppnuð

Sala hluts ríkisins í Íslandsbanka sætti harðri gagnrýni. Í nóvember í fyrra mátti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svara fyrir eftir að út kom æði svört skýrsla frá Ríkisendurskoðun og að fréttir bárust um að faðir hans hafi verið einn af kaupendnum.

- Auglýsing -

Í Kastljósviðtali í nóvember sagði Bjarni meta það sem svo að salan hafi verið velheppnuð og sagði: „Mín ábyrgð, hún er kannski mest í þessu hér: Að láta bankann í söluferli. Þetta er risastór pólitísk ákvörðun,“

Þá hamraði Bjarni á velgengni sölunnar og sagði að hann taki ekki mark á því fólki sem telur að illa hafi verið farið með fjárhagslega hagsmuni ríkisins með sölunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -