Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Íslendingar höfðu lítinn áhuga á Heru

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska þjóðin hafði lítinn áhuga á fyrri undankeppni Eurovision sem haldin var í gærkvöldi miðað við fyrri ár. Undanfarin þrjú ár hefur meðaláhorf mælst milli 53-60% en var aðeins 35% í gær en RÚV greinir frá þessu. Þá var uppsafnað áhorf aðeins 56% í ár miðað 64-69% árin þrjú á undan.

Valgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknarstjóri RÚV, bjóst við verra áhorfi. „Ég gerði alveg ráð fyrir því, búin að vinna í þessu í 20 ár, ég gerði alveg eins ráð fyrir svona 40% áhorfi. Miðað við umræðuna sem hefur verið og miðað við það að það voru tónleikar í opinni dagskrá á Stöð 2, úrslitakeppni í Subway deildinni og leikur í Meistaradeildinni,“ sagði hann við RÚV um málið.

Rétt er þó að taka fram að um bráðabirgðatölur frá Gallup er að ræða og gætu þær breyst lítillega.

Keppnin í ár hefur þótt gífurlega umdeild bæði hérlendis og erlendis vegna þátttöku Ísrael en margir telja að banna ætti þátttöku landsins en Ísrael hefur drepið rúmlega 34 þúsund Palestínumenn á undanförnum mánuðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -