Íslenska karlalandsliðið í skák vann óvæntan sigur á norska landsliðinu í gær en Magnus Carlsen, besti skákmaður heims, fer fyrir norska liðinu. Keppnin fór fram í þriðju umferð EM landsliða og fóru viðureignirnar fram í Svartfjallalandi.
Hjörvar Steinn Grétarsson tapaði fyrir Magnus Carlsen en sumir vilja meina að hann sé besti skákmaður sögunnar. Vignir Stefánsson náði jafntefli við Lars Hauge. Það voru svo Hannes Hlífar Stefánsson og Hilmar Freyr Heimisson sem sigruðu nokkuð óvænt leiki sína gegn Elham Amir og Tor Kaasen. Norska landslið er talið nokkuð sterkt og var í 18. sæti heimslistans fyrir tapið gegn Íslandi, á meðan Ísland var í 44. sæti.