Mánudagur 13. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Íslendingur í varðhaldi í Japan – Utanríkisráðuneytið neitar að tjá sig um afdrif Ólafs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líklegt er að Ólafur Ásdísarson sé enn í varðhaldi í Osaka í Japan en hann var handtekinn eftir að hafa ráðist á leigubílstjóra í borginni í október. Utanríkisráðuneytið neitar að tjá sig um málið.

Utanríkisráðuneyti Íslands staðfesti við Mannlíf að einn Íslendingur sé í varðhaldi lögreglu í Japan um þessar mundir. Verður að teljast líklegt að um Ólaf Ásdísarson sé að ræða en hann réðst með hnefahöggum á leigubílstjóra í borginni Osaka í Japan í október. Náðist myndband af árásinni sem sýnt var í öllu helstu fjölmiðlum Japans.

Mannlíf sendi fyrirspurn á Utanríkisráðuneyti Íslands og spurði út í framvindu máls Ólafs en fékk þau svör að ekki gæti ráðuneytið tjáð sig um einstaka mál. Þegar Mannlíf innti ráðuneytið eftir því hversu margir Íslendingar væru í varðhaldi í Japan, var svarið það að einn Íslendingur væri í varðhaldi þar í landi. Móðir Ólafs Ásdísarsonar vildi ekki tjá sig um stöðu sonar síns þegar Mannlíf hafði samband við hana.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -