Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Íslensk fyrirsæta reynir að spara í Danmörku: „Skrifa niður matarplan út frá tilboðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Jónsson er 34 ára Íslendingur sem býr í Danmörku og starfar sem forritari hjá „Danmarks Teknologisk Institut“ og fyrirsæta. Sigurður býr í Kaupmannahöfn með Írisi Ösp Jóhannesdóttur, námsmanni, og börnum þeirra tveimur. Sigurður er Neytandi Vikunnar.

Gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu?

Já, sérstaklega á þjónustum og þegar það þarf að huga að nýjum raftækjum eða stærri hlutum inn á heimilið. Ég hef einnig verið betri í því í seinni tíð að skoða verðsamanburð á matvörum, sérstaklega eftir að allt fór að hækka.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Í Danmörku þá er mikið um tilboðsbæklinga í hverri viku fyrir mismunandi búðir. Ég kíki yfirleitt í þá fyrir vikuinnkaupin á sunnudegi og skrifa niður matarplan út frá tilboðum.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

- Auglýsing -

Ég tel okkur vera ágætlega dugleg að endurnýta hluti, seljum eða gefum hluti sem við erum hætt að nota. Kaupum einnig oft notaða hluti og höfum verið dugleg að kíkja á fata-og loppumarkaði. Mér finnst rosalega góð hugmynd að gefa krökkum notaða hluti í t.d afmælisgjöf, sem aðrir krakkar hafa hætt að nota. Mín upplifun er sú að krökkum er alveg sama hvort hlutir séu nýir eða ekki.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Ég reyni að fara sem sjaldnast í búðina, því þá er minni hætta á að maður kaupi einhvern óþarfa og reyni að hafa það sem ódýrast. Mér finnst gaman að fara í búðir og skoða föt, en nota yfirleitt vefverslanir til að kaupa, þar finnur maður bestu verðin.

- Auglýsing -

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Það er gosið og naslið

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Já, hún skiptir mig máli. Á heimilinu eru um 7 mismunandi ruslatunnur til að flokka í.

Annað sem þú vilt taka fram?

Nei, það held ég nú ekki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -