Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Íslensk hjón föst í „fjögurra stjörnu fangelsi“ undan ströndum Afríku: „Mikill pirringur um borð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk hjón eru föst um borð í skemmtiferðaskipi undan strönd Márítáníu, vegna niðurgangspestar sem gengið hefur um borð í nokkurn tíma.

Jóhann Helgi Hlöðversson og eiginkona hans Margrét Ormsdóttir hafa ekki átt sjö dagana sæla á siglingu sinni með skemmtiferðaskipi en þau hafa verið á siglingu frá Suður-Afríku til Márítáníu. Upp kom svæsin niðurgangspest í skipinu fyrir nokkru en Mannlíf sagði frá raunum þeirra þann 19. febrúar síðast liðinn.

Sjá einnig: Íslendingar um borð í skemmtiferðaskipi þar sem svæsin magapest gengur: „Magga gaf honum lexíu“

Nú neita heilbrigðisyfirvöld í Márítáníu að veita landvistarleyfi fyrir farþega skemmtiferðaskipsins, vegna hræðslu þeirra við Kóleru. Að sögn Jóhanns Helga tekur það um einn til tvo sólarhringa að fá staðfest hvort um sé að ræða Kólerusýkingu eða ekki. „Við erum stödd í 4 stjörnu fangelsi undir strönd Maurasitius. Við erum föst um borð í skipinu! Það kom upp rassakvef og við fáum ekki að taka land! Við áttum að vera í Réunion í gær en þeir neituðu að taka við okkur.“ Þannig hefst Facebook-færsla Jóhanns Helga, þar sem hann lýsir raunum þeirra hjóna.

Á öðrum stað segir hann: „Um borð eru 2400 farþegar og rúmlega þúsund starfsmenn. Skipstjórinn var að tilkynna okkur að við fáum ekki að taka land fyrr en á Þriðjudaginn! Eftir tvo daga og það er mikill pirringur um borð.“ Segir Jóhann að ástandið valdi gríðarlegri keðjuverkun enda er þetta fjöldi manns sem á bókað flug og hótel og sami fjöldi að bíða eftir að komast um borð í ferðina sína. „Nú þegar er farið að bera á skorti á ýmsum matvælum eins til dæmis eggjum og morgunkorni. Við Magga ákváðum að láta þetta ekki eyðileggja fyrir okkur daginn, sóttum handklæði og lögðumst í sólbað. Viti menn á sama augnabliki varð skýfall og við urðum frá að hverfa.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -