Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Íslenska heilbrigðiskerfið svelt á meðan landsmenn hamstra sælgæti og brennivín

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ritstjórn Mannlífs tók saman hverja hún taldi hafa átt góða og slæma síðustu viku.

Góð vika – verslunareigendur, sælgætisframleiðendur og ÁTVR
Enn og aftur gerðu íslenskir listamenn það gott í vikunni sem er að líða því tónlistarkonan Hildur Guðnadóttir og förðunarfræðingurinn Heba Þórisdóttir hlutu báðar tilnefningu til Critics’ Choice-verðlaunanna. Heba fyrir störf sín við myndina Once Upon a Time in Hollywood og Hildur fyrir tónlistina í Joker. Tilnefningin er enn ein rósin í hnappagat Hildar sem hefur á árinu hlotið fjölda viðurkenninga fyrir tónlist sína, bæði í umræddri mynd og eins í Netflix-þáttunum marverðlaunuðu Chernobyl. Þá höfðu verslunareigendur, sælgætisframleiðendur og ÁTVR sérstaka ástæðu til að kætast þar sem óveðurspár ollu því að vín- og matvöruverslanir landsins troðfylltust af örvæntingarfullu fólk sem hamstraði snakk, nammi og brennivín eins og enginn væri morgundagurinn. Úr einni verslun bárust þær fréttir að ósvikin dómsdagsstemning ríkti. Meira að segja þurrmaturinn væri við það að klárast. Sumir skildu hins vegar ekki í öllu óðagotinu og bentu á að landmenn ættu fyrir löngu að vera búnir venjast svona skítaveðri. Hvað sem því líður má segja að óveðrið hafi fært ofangreindum aðilum óvæntan glaðning og það beint ofan á alla jólasöluna.

Slæm vika – íslenska heilbrigðiskerfið
Skiptastjórar þrotabús WOW air hafa ekki átt sjö dagana sæla eftir að þeir voru sakaðir um að hafa tvíselt eignir úr búinu. Heldur ekki starfsfólk Play, sem fréttir herma að hafi víst ekki fengið greidd laun fyrir síðasta mánuð. Hvorki Play né nýja WOW hefur tryggt sér flugrekstrarleyfi eða selt eina einustu flugferð frá því þau boðuðu starfsemi sína. Þá mátti ritstjóri DV þola svívirðingar á samfélagsmiðlum og eggjakast á hús sitt eftir að blaðið birti upplýsingar um íslenskar stjörnur sem búa í foreldrahúsum. Og talandi um orrahríð, ekki má gleyma fárviðrinu sem gekk yfir landið og setti allt tímabundið úr skorðum. Svo er það Landspítalinn þar sem enn einu sinni hefur þurft að beita blóðugum niðurskurði, með tilheyrandi launalækkunum og uppsögnum. Í nýjum pistli sem hefur farið um Netið eins og eldur í sinu vekur leikstjórinn og leikarinn Karl Ágúst Úlfsson athygli á stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins sem hann telur að gæti orðið eitt af þeim bestu í heimi. „Meinið er bara að peningarnir sem okkur vantar til að ná þessu marki liggja á aflandsreikningum víðs vegar um heiminn,“  skrifar Karl Ágúst, „og eru ekki á leiðinni að skila sér á næstunni“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -