Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Íslenska Klíníkin í Búdapest – Blaðamaður Mannlífs kynnir sér tannlækningar í Austur-Evrópu: I

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tannlæknir á sunnudegi

Þegar blaðamaður gengur inn á Íslensku Klíníkina í Búdapest, upp úr hádegi á sunnudegi, hugsar hann með sér hversu feginn hann sé að tannlæknastofan sé staðsett í sama húsnæði og hótelið sem hann dvelur á. Hann er enn lúinn eftir flugið kvöldið áður – raunar var svo áliðið dags þegar hann kom á hótelið að ekki var gengið til náða fyrr en klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags.

Blaðamaður hefur aldrei áður farið til tannlæknis á sunnudegi, en hann hefur heldur aldrei farið til tannlæknis í Búdapest.

 

Mild tannhreinsun og enginn krókur

Á móti honum tekur brosmild ung kona sem kynnir sig sem Beatrix. Hún er tannfræðingur og tekur að sér röntgenmyndatöku og tannhreinsun þennan dag. Í vikunni á eftir hefjast svo meðferðir þeirra Íslendinga sem eiga bókaða tíma hjá stofunni. „Það er best fyrir tannlæknana að byrja með hreinan munn,“ segir Beatrix.

Beatrix er hlý og vinaleg. Hún útskýrir tannhreinsunarferlið vandlega og segir frá tækjunum sem hún notar. Hún notar EMS-tæki, nýtt og flott, sem hún segir að hreinsi afar vel en fari á sama tíma mjúkum höndum um tennurnar og tannholdið. Það reynist sannarlega rétt hjá henni; aldrei áður hefur blaðamaður fundið jafn lítið fyrir tannhreinsun. Hún notar heldur aldrei litla krókinn, eða hakann, sem margir kannast við úr tannhreinsunum. Sá hefur alltaf vakið ugg.

Að hreinsun lokinni eru tennurnar skínandi hreinar og allur tannsteinn á bak og burt. Samt blæðir ekki að neinu viti úr tannholdinu, en blaðamaður hefur hingað til vanist því að tannhreinsun sé hálfgert blóðbað.

- Auglýsing -

Röntgenmyndin kemur vel út og það er lítið sem þarf að gera; þótt ekki hafi svo sem verið við öðru að búast. Tannheilsan hefur alltaf verið þokkaleg. Það eru þó tvær skemmdir sem þarf að fylla í og svo verður örlítið pússað yfir þar sem hefur brotnað lítillega upp úr framtönnum. Að lokum verður frískað upp á brosið með tannhvíttun.

 

Blaðamaður Mannlífs lagði á dögunum land undir fót til þess að skoða umhverfi tannlækninga í Búdapest sem og svokallaðar túristatannlækningar. Sífellt fleiri Íslendingar leggja leið sína til borgarinnar í leit að ódýrari tannlæknaþjónustu, einkum og sér í lagi þegar um er að ræða viðameiri aðgerðir. 

- Auglýsing -

Blaðamanni var boðið út á vegum Íslensku Klíníkurinnar í Búdapest, stofu í eigu Íslendinga.

Blaðamaður einsetur sér að skrifa af fagmennsku og fjalla af heiðarleika um það sem fyrir augu hans bar. 

Fyrsta hluta þessarar umfjöllunar um stofuna Íslenska Klíníkin í Búdapest og tannlækningar þar og hér er að finna í heild sinni í nýjasta helgarblaði Mannlífs. Auk þess er þar meira um tannmeðferð blaðamanns og spennandi viðtal við Oddnýju Jakobs Kristínardóttur, yfirráðgjafa á stofunni.

Annar hluti þessarar umfjöllunar mun birtast í næsta blaði Mannlífs sem kemur út í prentuðu formi á næstunni. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -