Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Íslenska körfuboltasamfélagið í lamasessi vegna veikinda Pavels: „Sigurinn skiptir mig öllu máli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óhætt að segja að körfuboltasamfélagið sé í lamasessi eftir tilkynningu sem Tindastóll sendi frá sér í gær en í henni var greint frá því að Pavel Ermolinskij, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta, sé kominn í veikindaleyfi. Pavel er einn besti leikmaður í sögu Íslands og vann átta Íslandsmeistaratitla á ferlinum sem slíkur, með KR og Val, ásamt því að vera valinn besti maður deildarinnar tvisvar sinnum. Þá spilaði hann lengi sem atvinnumaður í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð ásamt því að vera lykilmaður íslenska landsliðinu.

Ljóst er að Pavel kom eins og stormsveipur í samfélagið á Sauðárkróki enda ekki auðvelt verk að gera lið að Íslandsmeistara fyrsta ár í starfi og var sá titill einnig fyrsti Íslandsmeistaratitill sem félagið hefur unnið í körfubolta karla. Þá hefur Pavel lengi verið vinsæll meðal ungra áhorfenda en hann er þekktur fyrir að gefa þær medalíur sem hann vinnur.

„Mér er alveg nákvæmlega sama um sjálfa medalíuna. Sigurinn skiptir mig öllu máli. Ég á ekkert heima. Ég á ekki einn bikar, ekki eina medalíu; ég á ekkert. Ég veit ekki einu sinni hvar þetta er. Ég bara horfi á þetta þannig að maður sér það bara, það standa þarna tíu, fimmtán, tuttugu, fimmtíu krakkar, og það horfa allir upp til þín. Ég ímynda mér að þetta sér stórt móment fyrir þau, skilurðu,“ sagði Pavel í viðtali við RÚV í fyrra.

Svavar Atli Birg­is­son tekur við þjálfun liðsins meðan Pavel er í veikindaleyfi og mun Helgi Freyr Mar­geirs­son verða honum til aðstoðar. Þá greindi DV frá því að það sé alls ekki öruggt að Pavel taki aftur við liðinu þegar hann veikindaleyfinu lýkur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -