Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

Íslenskir unglingar skildir eftir í Hollandi: „Play skal svara fyrir þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópur íslenskra unglinga er fastur í Hollandi ásamt tveimur kennurum, eftir að flugfélagið Play yfirbókaði flugið um 21 sæti.

Kristín Þóra Ólafsdóttir skrifaði færslu á Facebook þar sem hún kvartar undan Play en elsta dóttir hennar, 14 ára, er föst í Hollandi ásamt tíu bekkjarsystkinum sínum og tveimur kennurum. Ástæðan er sú að flugfélagið yfirbókaði flugið sitt um 21 sæti. Segir hún að þeim hafi verið sagt að þau væru í forgangi og að allt yrði gert til að koma þeim heim. „EN hvað nei nei. Öllum hleypt fram fyrir þau. Fengu að heyra að það kæmust 8 með fluginu heim. En starfsmaðurinn úti var rétt búinn að tilkynna það þegar er komið og sagt að það hafi verið tekin stjórnendaákvörðun um að þau yrðu að sitja eftir. SITJA EFTIR……þetta eru 14 og 15 ára börn, hvar er ábyrgðartilfinningin??“

Móðirin segir að nú séu börnin úti og viti ekkert. „Núna eru þau úti og vita ekkert, vita ekki hvenær og hvernig þau komast heim, missa af innanlandsfluginu hérna heima í dag. En nei nei PLAY er sama, þeir komust með fulla vél af fólki heim, skítt með leiðu og svekktu börnin og kennarana 2 sem eru föst í Hollandi.“

Kristín, sem er afar ósátt, bendir á í lokin að auðvelt sé að koma hópnum heim með Iceland því tvær flugvélar koma fra Hollandi til landsins í dag. Segir hún að lokum: „Já ég er svekkt og reið yfir þessu öllu saman og ætla mér ekki að láta þetta kyrrt liggja. Play skal svara fyrir þetta.“

Hér má lesa færsluna:

„Ég er svo reið að ég gæti grenjað.

- Auglýsing -
Eldri dóttir mín 14 ára (verða 15) er föst úti í Hollandi ásamt 10 öðrum bekkjarsystkinum sínum og tveimur kennurum, vegna þess að @PLAY flugfélag ákvað að yfirbóka flugið sitt í morgun um 21 sæti, JÁ 21 sæti.
Þeim var sagt að þau væru í forgangi og allt yrði reynt til að koma þeim heim. EN hvað nei nei. Öllum hleypt fram fyrir þau. Fengu að heyra að það kæmust 8 með fluginu heim. En starfsmaðurinn úti var rétt búinn að tilkynna það þegar er komið og sagt að það hafi verið tekin stjórnendaákvörðun um að þau yrðu að sitja eftir. SITJA EFTIR……þetta eru 14 og 15 ára börn, hvar er ábyrgðartilfinningin?? Núna eru þau úti og vita ekkert, vita ekki hvenær og hvernig þau komast heim, missa af innanlandsfluginu hérna heima í dag. En nei nei PLAY er sama, þeir komust með fulla vél af fólki heim, skítt með leiðu og svekktu börnin og kennarana 2 sem eru föst í Hollandi.
Það er auðvelt að koma börnunum heim, það eru tvær flugvélar frá Icelandair að koma heim í dag og ég veit að það eru laus sæti í þeim.

Já ég er svekkt og reið yfir þessu öllu saman og ætla mér ekki að láta þetta kyrrt liggja. Play skal svara fyrir þetta.“

Ekki náðist í Play við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -