Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Íslenskum konum stafar ekki hætta af ókunnugum heldur af eiginmanni, kærasta, föður eða frænda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á síðu Mannréttindaskrifstofu Íslands kemur fram að kynbundið ofbeldi sé ein af verstu birtingarmyndum kynjamisréttis hér á landi sem og annars staðar.

Hundruð kvenna leita árlega til Neyðarmóttöku, Stígamóta og Kvennaathvarfsins vegna nauðgana og annars ofbeldis af hendi karla.

Kynbundið ofbeldi lýsir sér í nauðgunum, sifjaspellum, klámi, vændi, mansali, kynferðisáreitni og annars konar líkamlegu og andlegu ofbeldi gegn konum og stúlkum inni á heimilum þeirra sem utan.

Íslenskum konum stafar helst hætta af eiginmanni, fyrrverandi eiginmanni, kærasta, föður, frænda, bróður, vini en ekki af ókunnugum.

Ofbeldi gegn konum viðgengst á Íslandi eins og annars staðar, og það viðgengst hvergi eins vel og innan veggja heimila, í skjóli upplýsingaskorts, þöggunar og aðgerðaleysis, eins og hefur komið fram hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Skömmin, sem réttilega tilheyrir gerendum, hvílir meðal annars af þessum sökum sem mara á þolendum.

- Auglýsing -

Reynslan frá nágrannalöndum sýnir að kynbundið ofbeldi eykst á krepputímum en almennum líkamsárásum fækkar.

Ofbeldi verður minna sjáanlegt en það hverfur ekki, heldur færist inn á heimilin.

Heimild: Mannréttindaskrifstofa Íslands, Jafnréttisstofa.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -