Íslenskur ríkisborgari var handtekinn á Spáni í mars síðastliðnum og er hann sagður vera í haldi lögreglunnar þar í landi. Greint er frá þessu á vef Smartlandsins á mbl.is en þar kemur fram að maðurinn sé þekktur áhrifavaldur á Íslandi. Hann mun vera á þrítugsaldri.
Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir við Smartland að íslenskur ríkisborgari hafi verið handtekinn á Spáni í mars. Þá er tekið fram að unnusta mannsins hafi ekki viljað tjá sig um málið.
Ekki kemur fram hvers vegna maðurinn var handtekinn eða hvað hann er grunaður um að hafa gert.