Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Íslenskur dómari sakaður um hótanir: „Mér finnst þetta galið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær áttust við Þróttur og Fjölnir í Lengjudeild karla í knattspyrnu og þótti leikurinn jafn og spennandi og endaði leikur með markalausu jafntefli en nokkuð sérstakt atvik átti sér stað fyrir leik að sögn Úlfs Jökulssonar, þjálfara Fjölnis.

„Það er búið að stimpla okkur áður en að leikurinn byrjar. Hafsentarnir mínir tveir eru teknir afsíðis í upphitun af dómaranum. Truflar þá í upphitun til að segja við þá að hann sé búinn að heyra úr ýmsum áttum að þeir séu búnir að klípa og toga og hann ætli að gefa þeim rautt ef hann verði vitni af því,“ sagði Úlfur við Fótbolti.net. „Mér finnst þetta galið að dómari sé að trufla tvo unga leikmenn í miðri upphitun og eiginlega hóta þeim.“

Úlfur segir einnig frá því viðtalinu að þjálfari úr teymi hans hafi farið og rætt atvikið við Gunnar Odd Hafliðason, dómara leiksins, og fengið gult spjald fyrir.

Bætist atvikið í hóp margra þar sem samskipti milli þjálfara og dómara stela athygli frá leiknum sjálfum og hefur þeim farið fjölgandi undanfarin ár. Frægasta atvikið er þegar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, missti algjörlega stjórn á skapi sínu í viðtölum eftir leik í fyrra þegar hann ræddi um frammistöðu dómara leiksins og setti málið svartan blett á Íslandsmótið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -