Íslendingur, 48 ára, fannst látinn á Spáni þann 12. júlí.
Samkvæmt heimildum DV fannst 48 ára gamall íslenskur maður látinn á Spáni fyrir þremur dögum. Dánarorsök eru á huldu en andlátið bar með óvæntum hætti. Verkefnastjóri hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra, Marín Þórisdóttir, staðfestir andlátið við DV.
„Ég get staðfest að viðkomandi fannst látinn á Spáni. Við höfum ekki upplýsingar um að neitt saknæmt hafi átt sér stað,“ sagði Marín í svari sínu.
Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, Ægir Þór Eysteinsson staðfestir við DV að málið sé nú á borði borgaraþjónustunnar en getur ekki veitt frekari upplýsinga um einstök mál.
Maðurinn lætur eftir sig fjögur börn.