Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Íslenskur húðlæknir vill banna ljósabekki: „Allt til að rugla okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Húðlæknirinn Jenna Eysteinsdóttir vill að ljósabekkir verði bannaðir.

Ljósabekkjanotkun er á uppleið eftir að verið litin hornauga undanfarin 15 ár eða svo. Ljósabekkir eru bannaðar yngri en 18 ára en þrátt fyrir það er lítið mál fyrir unglinga að komast í þá þar sem þeir eru sjaldan spurðir um skilríki. Jenna Eysteinsdóttir, húðlæknir, vill láta bannað ljósabekki.

„Við vitum að ljósabekkir valda húðkrabbameini. Það er bara factað, það eru rannsóknir á bakvið það og við vitum það öllsömul. Þegar þetta kom fyrst fram á sjónarsviðið héldu menn að þetta væri skaðlaust fyrirbæri. Svo fara gögnin að hrannast inn sem sýndu það gagnstæða. Við vitum í dag hversu krabbameinsvaldandi þetta er. Alþjóðaheilbrigðisstofnun er búin að skilgreina þetta sem krabbameinsvald, líkt og reykingar,“ sagði Jenna í Reykjavík síðdegis. Þá sagði hún einnig að það sé verið að verið að blekkja ungt fólk með markaðssetningu ljósabekkja.

„Það er í raun verið að selja krökkum að þetta sé d-vítamín bætandi, að þetta sé collagen, að þetta séu græn ljós og eitthvað svoleiðis. Þetta er í rauninni allt til að rugla okkur, við verðum ekki brún nema verða fyrir útfjólublárri geislun. Ef húðin verður brún þá hefurðu orðið fyrir útfjólublárri geislun og skaða á erfðaefninu í húðinni. Þetta hreinlega brýtur líka niður collagen og elastín og öldrun á húðinni líka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -