Sunnudagur 27. október, 2024
1.4 C
Reykjavik

Stefán er eftirlýstur af Interpol

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Interpol lýsir eftir íslenskum karlmanni.

Tilkynning birtist nú fyrir stundu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem sagt er frá því að Interpol lýsi er eftir Stefáni Ingimar Koeppen Brynjarssyni, 48 ára, að beiðni íslensku lögreglunnar. Er hann eftirlýstur vegna rannsókna á innflutningi og dreifingu fíkniefna.

Hér má sjá tilkynninguna:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á eftirlýsingu á heimasíðu Interpol þar sem lýst er eftir íslenskum karlmanni, Stefáni Ingimar Koeppen Brynjarssyni, 48 ára. Eftirlýsingin er birt að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er tilkomin vegna rannsóknar á innflutningi og dreifingu fíkniefna.
Þau sem geta veitt upplýsingar um Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, ferðir hans eða dvalarstað, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri i tölvupósti á netfangið [email protected]

Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -