Ísraelskt fasteignafélag auglýsir nú strandhús á Gaza-ströndinni til sölu.
Palestínsk-ameríski rithöfundurinn og pólitíski aktívistinn Susan Abulhawa bendir á óhugnalega auglýsingu á Instagram síðu sinni. Auglýsingin er frá ísraelska fasteignafélaginu Haray Zahav sem er leiðandi í sölu á húsum í ólöglegu landtökubyggðunum á Vesturbakkanum.
Fasteignafélagið birti tvær auglýsingar á Instagram þar sem sjá má mynd af ströndinni á Gaza en þar er búið að teikna inn íbúðir og við myndina stendur, í íslenskri þýðingu: „Vaknið! Strandhús er ekki draumur!“ og í hinni auglýsingunni stendur: „Nú á forsöluverði!“
Við færslu sína skrifar Susan eftirfarandi texta: „Svona lítur nýlendustefna landnema. Þjóðarmorð. Tilfærsla á fólki, hernám, landnám. Nú á forsöluverði! En við getum stoppað þetta. Ekki hætta að tala um Palestínu. Mótmælið enn meira á götum úti. Aukið sniðgönguna. Niðurstaða þessarar stundar mun ákvarða örlög mannkyns fyrir komandi kynslóðir. Veljið frelsun frumbyggja fram yfir nýlendustefnu landnema. Veljið mannúð og líf fram yfir kapítalisma og gróða.“
View this post on Instagram