Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ísraelskt par veittist að listakonu í miðborg Reykjavíkur með öskrum: „Þetta drepur Ísland!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Listakonan Julia Mai Linnéa Mar varð fyrir aðkasti ísraelskt pars í miðbæ Reykjavíkur, þegar hún var að mála listaverk til stuðnings Palestínu, á vegg.

Julia Mai Linnéa Mar, birti myndskeið á Instagram sem sýnir par veitast að henni með dónaskap og blammeringum, fyrir að mála listaveggið á opinberum stað. Í byrjun er parið nokkuð rólegt en smá saman æstust leikar. Spurðu þau Juliu í upphafi hvort hún hefði fengið leyfi fyrir listaverkinu sem hún svarar ekki en segist hafa rétt á að tjá sig. Konan segir henni svo að verkið sé móðgun við hana. „Sjáðu hvað ég skelf? Ég skelf þegar ég sé þetta. Af því að þessi fáni [bendir á palestínska fánann] drap mitt fólk, drap fjölskyldu mína.“ Segir konan svo að móðir hennar, sem sé níræð, hafi ekki komist út úr húsi í sex mánuði en hún búi í 20 mínútna fjarlægð frá Gaza. Julia spurði þá hvort móðir henna væri enn á lífi. Bætir svo við að Ísraelar hafi drepið yfir 12 þúsund manns. Við það reiðist maðurinn og segir: „Nei, þú skalt hafa þetta rétt. Hvað er Hamas fyrir þér?“ Julia svaraði: „Hvað er Hamas fyrir mér? Ég er ekkert að styðja það sem Hamas er að gera.“ Bendir þá maðurinn á listaverkið, sem sýnir konu með dáið ungabarn í fanginu inni í hjarta, og öskrar: „Jú, með þessu! Þetta er Hamas! Þetta er Hamas (og bendir á palestínska fánann.“ Listakonan svarar: „Nei, þetta er Palestína.“ Öskrar þá maðurinn: „Hamas drepur fólk og þetta drepur Ísland! Hamas drepur sín börn!“ Þarna er konan byrjuð að draga manninn í burtu en Julia svaraði honum rólega: „Nei, þetta er ekki Hamas, nei þetta drepur ekki Ísland.“

Við færsluna skrifaði Julia eftirfarandi texta:

Hér er ég að nýta mitt tjáningarfrelsi til að bera fram boðskap palestínsku þjóðarinnar á friðsamlegan hátt og fékk í kjölfarið yfir mig þessa hatursorðræðu sem sést í þessu myndbandi. Fólkið í myndbandinu veittist að mér á almannafæri og sá vel að ég var að taka upp myndband. Þau höfðu því val um það að stíga frá mér og úr mynd í stað þess að halda áfram að ráðast á mig með orðum. Þar af leiðandi tel ég réttlætanlegt að birta þetta fyrir allra augum, enda ætti fólk ekki að hrópa svona hluti í myndbandsupptöku í almenningsrými ef þeir mættu ekki vera á almannavitorði. Ég mun ekki hætta að segja #FrjalsPalestína ❤️

Hin ótrúlegu samskipti má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -