Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ítalski flugherinn annast loftrýmisgæslu Íslands um þessar mundir – F-35 orrustuþotur notaðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á mánudaginn síðastliðnum hófst Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland, með komu flugsveitar ítalska flughersins. Er um að ræða sjötta skiptið sem Ítalir leggja bandalaginu til flugsveit í þágu verkefnisins. Seinast var flugveit Ítala hér á landi fyrir tveimur árum.

Ljósmynd: Landhelgisgæslan

Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar má lesa um málið. Þar segir að Ítalir annist loftrýmisgæsluna í samstarfi með starfsmönnum í stjórnstöðvum Atlanthafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Hin ítalska flugsveit kom til landsins á mánudaginn eins og fyrr segir, með fjórar F-35 orrustuþotur og 135 hermenn. Á tímabilinu 26. apríl til 6. maí ert gert ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum en framkvæmd verkefnisins er með sama hætti og fyrri ár og í fullu samræmi við loftýmisgæsluáætlun Nató fyrir Ísland.

Ljósmynd: Landhelgisgæslan

Samkvæmt Gæslunni hafa Ítalarnir aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en þar eru fyrir flugsveitir bandaríska sjóhersins sem er nú hér á landi við kafbátaeftirlit. Þá annast Landhelgisgæsla Íslands framkvæmd verkefnisins í umboði utanríkisráðuneytisins og í samvinnu við Isavia. Lýkur loftræmisgæslunni í lok júní.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -