Magnús Scheving hefur eignast vörumerki Latabæjar aftur en hann seldi vörumerkið til Turner-samsteypurnar árið 2011. Undir þetta falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi um heim allan.
Þættirnir um Latabæ náðum miklum vinsældum um heim allan og voru þættirnir sýndir í 170 löndum á sínum tíma en alls voru framleiddir 78 þættir frá 2004 til 2014. Nánast öll framleiðsan fór fram á Íslandi og var mikil lyftistöng fyrir íslenska kvikmyndagerð.
Það verður því forvitnilegt að sjá hvort að Magnús muni búa til fleiri sjónvarpsþætti, bækur, leikrit eða buff með persónum Latabæjar.