Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Ítreka kröfu um óháða rannsókn á talningu: „Trúverðugleiki RÚV og traust á lýðræði er undir“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópur stuðningsmanna Bashar Murad ítrekar kröfu Einars Stefánssonar um sjálfstæða rannsókn á atkvæðagreiðslu í einvígi Söngvakeppni sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Sendi hópurinn bréf á útvarpsstjóra og Rúnar Freyr Gíslasonar, framkvæmdarstjóra keppninnar.

Í bréfinu, sem einnig var sent fjölmiðlum, segir að það sé „Hekki á færi listamannanna sjálfra að skoða hvað fór úrskeiðis“ í gögnum og tæknimálum Ríkisútvarpsins varðandi atkvæðagreiðsluna í einvígi Heru Bjarkar og Bashar síðasta laugardagskvöld. Segir að slíkt krefjist „sérstakar sérhæfingar og þekkingar í fjarskiptum.“ Segir ennfremur að verið sé að slá ryki í augu almennings. „Það er ekki fullnægjandi að halda því fram að allt sé opið fyrir þá að skoða, það einfaldlega slær ryki í augu almennings.“

Þá segir í bréfinu að of mikið af hinum ýmsu villumeldingar hafi borist hópnum og að til séu fjöldi skjáskota því til sönnunar. „Miðað við þær villur sem við höfum séð er engan vegin hægt að fullyrða að kosningin sá hafin yfir vafa. Þetta er réttlætismál þar sem um lýðræðislega kosningu á að vera að ræða en hún hefur augljóslega mistekist. Trúverðugleiki RÚV og traust á lýðræði er undir.“

Í bréfinu er talað um það er álíka mál kom upp í undakeppninni í Noregi 2020 en niðurstaðan þá, var að láta úrskurð dómara ráða. „Að öðrum kosti hlýtur það að vera réttmæt krafa að kosningin verði endurtekin.“

Bréfið má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Sæll Stefán og Rúnar Freyr

- Auglýsing -

Ég undirrituð skrifa fyrir hönd stuðningsmanna Bashars sem ráðið hafa ráðum sínum í 1100 manna hópi á Facebook. Við viljum ítreka kröfu lagahöfundarins Einars Stefánssonar um að ráðist verði í sjálfstæða rannsókn á atkvæðagreiðslu í einvígi Söngvakeppninnar og að hún verði framkvæmd af óháðum aðila. Það er ekki á færi listamannanna sjálfra að skoða hvað fór úrskeiðis í ykkar gögnum og tæknimálum þar sem sú vinna krefst sérstakar sérhæfingar og þekkingar í fjarskiptum. Það er ekki fullnægjandi að halda því fram að allt sé opið fyrir þá að skoða, það einfaldlega slær ryki í augu almennings.

Of mikið af ýmis konar ólíkum villumeldingum hefur borist og erum við með talsverðan fjölda af skjáskotum því til sönnunar. Miðað við þær villur sem við höfum séð er engan vegin hægt að fullyrða að kosningin sá hafin yfir vafa. Þetta er réttlætismál þar sem um lýðræðislega kosningu á að vera að ræða en hún hefur augljóslega mistekist. Trúverðugleiki RÚV og traust á lýðræði er undir.

Dæmi eru um að slíkt hafi gerst í öðrum löndum eins og gerðist í Noregi árið 2020. Þar var málið leitt til lykta með því að láta úrskurð dómara standa. Það er ljóst að Bashar gjörsigraði dómararennslið og fyrri kosningu þar sem ekki virtist vera vandamál með atkvæði. Það væri því fordæmi til að fara slíka leið. Að öðrum kosti hlýtur það að vera réttmæt krafa að kosningin verði endurtekin.

- Auglýsing -

Við myndum gjarnan vilja funda með þér með lögfræðingi okkar á föstudag til að fara frekar yfir þær lausnir sem gætu verið í sjónmálið til að leiða málið til lykta.

Meðfylgjandi er linkur á þær 1255 undirskriftir sem safnast hafa á stuttum tíma til stuðnings þessari kröfu og er sá listi ennþá opinn. https://island.is/undirskriftalistar/28ad4c25-b558-488e-82ac-553ab1d9818d?fbclid=IwAR38_4kQDnKk4r_XSrsg78eFzSUpJKcp-cLJjGPerYGzH18O9Dtbmd7HLec

Eins erum við að taka saman mikinn fjölda af skjáskotum og sögum fólks sem lenti í vandræðum. Við munum senda þér það viðhengi seinna í dag sem við erum að taka saman.

Með von um að heyra frá ykkur sem allra fyrst. Við munum láta fjölmiðla fá afrit af þessum tölvupósti.

Virðingarfyllst,

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -