Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ívar Haukur er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ívar Haukur Jónsson, lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri, er fallinn frá en hann var 97 ára gamall. Mbl.is greini frá andláti Ívars.

Ívar fæddist árið 1927 í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskóla og síðar Gagnfræðiskóla Reykvíkinga. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1947 og fór svo í Háskóla Íslands að læra lögfræði.

Stuttu eftir útskrift í HÍ byrjaði Ívar að vinna sem blaðamaður hjá Þjóðviljanum og stafaði þar í 18 ár og var meðal annars ritstjóri blaðsins frá 1963 til 1971. Síðan tók hann við starfi skrifstofustjóra og fjármálafulltrúa Þjóðleikhússins og vann þar til 1997.

Ívar sat lengi í stjórn Blaðamannafélags Íslands en hann var mjög virtur innan stéttarinnar. Þá var hann einnig formaður MÍR frá 1974 til 2016 en félagið á efla menningartengsl Íslands við Rússland og skipulagði Ívar reglulega hópferðir til Sovétríkjanna sem voru farnar á vegum félagsins.

Ívar lætur eftir sig eiginkonu, tvö börn, þrjú barnabörn og fimm barnabarnabörn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -