Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Ívar slapp lifandi þegar Snæfugl sökk við Austfirði: „Ég ætlaði ekki að trúa þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ívar Þórarinsson keypti trillu fyrir fermingarpeningana sína. 16 ára var hann orðinn háseti á síldarbáti. Hann lenti snemma í mannraunum á sjó. Ívar var skipverji á Snæfugli SU 20 þegar báturinn fórst 30 júlí 1963 út af Austfjörðum. Hann segir sögu sína í Sjóaranum.

Ívar var staddur í koju þegar vandræðin hófust.

„Svo var lagt af stað í land um sjö, átta leytið um kvöldið. Um klukkan hálf ellefu um kvöldið sendir hann út neyðarkall,“ segir Ívar í viðtalinu og á þá við skipstjóra Snæfugls. Og heldur áfram: „Og var komin á hliðina.“

Reynir: „Og þú ert í koju?“

Ívar: „Já, ég var í koju ásamt öðrum, sem var sofnaður. Við ætluðum að vera ferskir þegar við lönduðum síldinni. Af því að þetta átti að fara í salt. Og steisinn var tómur. En allt annað smekkfullt og það er talið að það hafi farið stýjuborð í einni stýjunni í bakborða. Og þar með hafi síldin farið yfir í steisinn. Og það þurfti ekkert meira, þessi bátar þurftu ekkert meira. Þeir voru langir og mjóir og mikil yfirbygging.“

Reynir: „Hver voru viðbrögð þína?“

- Auglýsing -

Ívar: „Já, viðbrögð mín voru þannig að ég ætlaði ekki að trúa þessu. En það kom skvetta ofan í lúkarinn og hann stekkur strax upp strákurinn, en ég vakti hann og sagði honum að það væri eitthvað að ske.“

Ívar segir að strákurinn hafi farið strax upp en hann sagðist sjálfur hafa séð björgunarbelti undir stiganu og íhugað að fara í það. Hann hafi hins vegar hætt við af ótta við að karlarnir á bátnum myndu gera grín að honum þegar hann kæmi upp.

„En þegar ég kem upp þá er báturinn svo til kominn á hliðina. Og ég er að príla þarna upp á síðuna og þá öskrar karlinn í mig og segir mér að fara og loka lúkaskapanum. Og ég fór þarna niður aftur og lokaði, þetta voru svona tvær vængjahurðir. Ég lokaði honum og þá var hann nær alveg kominn á hliðina báturinn. Þá slitnaði upp glussatunna eða einhver olíutunna sem var við spilið og það munaði engu að ég yrði þar á milli.“

- Auglýsing -

Reynir: „Og þá hefði ekki þurft að spyrja um endalokin.“

Ívar: „Nei, þá hefði ekki þurft að spyrja um endalokin hjá mér allavega.“

Sjá þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -