Jakob Frímann Magnússon minnist systur sinnar í fallegri Facebook-færslu en hún hefði átt afmæli í gær.
Stuðmaðurinn og þingmaður Flokks fólksins, Jakob Frímann Magnússon skrifaði fallega færslu á Facebook í gær þar sem hann minnist systur sinnar, Borghildar, sem lést árið 2010. Hún hefði átt afmæli í gær, 16. apríl. Færsla Jakobs er orðskrúðug eins og hans er von og vísa en hana má lesa hér fyrir neðan:
„Í dag fögnum við minningunni um yndislega móður, konu, meyju – og systur: Minningunni um hana Borghildi okkar góðu sem fæddist á þessum Drottins degi í New York þar sem foreldrar okkar bjuggu á gullöld djassins. Bogga var skemmtilegust allra í fjölskyldunni; Hörku píanisti, húmanisti og húmoristi af Guðs náð. Ljómar í minningunni. Nú umvafin englum í efra!“