Jakob Frímann Magnússon ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta Íslands og styður Katrínu Jakobsdóttur í kosningunni.
Stuð- og þingmaðurinn Jakob Frímann Magnússon tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram til forseta Íslands en hann hafði áður sagt frá því að hann væri að íhuga málið gaumgæfilega eftir að fjöldi manns hafði skorað á hann. En hann hefur sem sagt nú komið undan feldi og tekið þá ákvörðun að gefa ekki kosta á sér í embættið. Í tilkynningunni sem birtist á Facebook í gær, segist hann styðja Katrínu Jakobsdóttur fráfarandi forsætisráðherra til starfans.
„Ég fagna því að Katrín Jakobsdóttir hefur lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands.