Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Jakob orðlaus yfir fréttatíma RÚV: „Eitthvert mest brútalt sjónvarpsefni sem ég hef séð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jakob Bjarnar Grétarsson, fréttamaður á Vísi, segir að fréttakona RÚV hafi farið yfir strikið í sjónvarpsfréttum í gær. Hann segir að dúlluleg mannlífsfrétt hafi endað sem ein harðneskjulegasta sjónvarpsefni sem hann hefur séð. Jakob skrifar á Facebook:

„Eitthvert mest brútalt sjónvarpsefni sem ég hef séð var í fréttatíma RUV nú áðan. Uppleggið átti örugglega að vera létt og sætt human interest innslag; rætt við fólkið á götunni — jólagjafatrums eitthvað,“ segir Jakob og heldur áfram:

„En fjallbrött sjónvarpskonan gekk af mikilli ýtni á viðmælendur sem hún greip glóðvolga í Kringlunni og spurði hvort þeir hafi verið að skila jólagjöfum? Jú. Og: Hvað gjafir voru þetta sem var verið að skila og frá hverjum? Hugsa að þeir séu nokkrir gjafmildir frændurnir og frænkurnar, afarnir og ömmurnar sem hafa setið náhvít við skjáinn og skammast sín fyrir gjafir sem gefnar voru af góðum hug. Og hugsanlega einhverjir sem létu glaðbeitta sjónvarpskonuna rekja úr sér garnirnar með móral.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -