Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Jakob Þ. Möller er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jakob Þ. Möller, lögfræðingur og fulltrúi í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna lést 14. janúar á Vífilsstöðum í Garðabæ, 88 ára að aldri.

Jakob fæddist 28. október 1936 í Reykjavík en foreldrar hans voru Gunnar J. Möller, hættaréttarlögmaður og forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Ágúst Sigríður Johnsen Möller.

Vorið 1956 lauk Jakob stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík en frá 1956 til 1958 stundaði hann nám í læknisfræði við Háskóla Íslands. Lauk hann þar prófi í forspjallsvísindum vorið 1957 og kenndi við framhaldsskóla í Reykjavík frá 1958 til 1961. Eftir það hóf hann lagananám við Háskóla Íslands og lauk þaðan embættisprófi í lögum vorið 1967 en réðst þá sem fulltrúi Sýslumannsins í Suður-Múlasýslu á Eskifirði. Frá ársbyrjun 1968 vann hann síðan fulltrúi Bæjarfógetans í Keflavík. Þremur árum síðar, 1971 var hann ráðinn til starfa hjá mannréttindanefnt Sameinuðu þjóðanna og varð það hans ævistarf, fyrst í höfuðstöðum SÞ í New York en síðar í Genf í Sviss, þegar að skrifstofa mannréttindanefndarinnar flutti þangað.

Árið 1996 var Jakob kosinn af ráðherranefnd Evrópuráðsins til að gegna starfi dómara við alþjóðlegan mannréttindadómstól fyrir Bosníu og Hersegóvínu og starfaði þar þangað til störfum dómstólsins lauk árið 2003. Jakob flutti eftir það fyrirlestra um mannréttindi víðsvegar um heiminn og var gefin út bókin In­ternati­onal Hum­an Rights Monitor­ing Mechan­isms, honum til heiðurs. Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, sæmdi Jakob fálkaorðunni fyrir mannréttindastörf á alþjóðavettvangi 1998 og þá var hann einnig útnefndur heiðursprófessor við Háskólann á Akureyri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -