Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Jakub hefur áður lent í hremmingum: „Mjög fínn gaur en hefur ekki fengið mörg break í lífinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mál Jakubs Polkowski hefur vakið mikla athygli undanfarið en sýslumaðurinn á Suðurnesjum samþykkti nauðungarboð í einbýlishús hans á þrjár milljónir króna vegna tveggja og hálfs milljóna króna skuldar Jakubs. En hver er Jakub?

Erfiðar heimilisaðstæður

Jakub er 23 ára pólskur innflytjandi sem var virkur 13 ára unglingur sem hafði meðal annars gaman af því að spila fótbolta, þegar alvarleg læknamistök urðu til þess að hann varð öryrki, bundinn við hjólastól með þroskaskerðingu. Fyrir bæturnar sem hann fékk vegna mistakanna staðgreiddi hann einbýlishús í Keflavík, á 44 milljónir króna en þar býr hann ásamt fjölskyldu sinni.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hafa heimilisaðstæður Jakubs verið erfiðar en foreldrar hans hafa takmarkaðan skilning á ensku og íslensku. Jakub missti einbýlishús sitt á dögunum vegna fasteignaskulda og annarra greiðslna sem hann hafði ekki sinnt en svo fór að sýslumaðurinn á Suðurnesjum samþykkti þriggja milljóna króna boð í húsið á nauðungaruppboði en það voru feðgarnir Kristinn Guðmundsson og Jónas Sigurður Kristinsson, útgerðamenn í Sandgerði sem keyptu húsið. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fór þess á leit við feðgana að þeir seldu Jakub húsið aftur, sem þeir hafa neitað.

Keflavíkurnætur

DV sagði frá því árið 2018 að Jakub hafi farið í samstarf með Óla Geir Jónssyni, fyrrum herra Ísland og einkaþjálfara, er þeir héldu saman tónlistarhátiðina Keflavíkurnætur það sumar. Samkvæmt frétt DV bauð Óli Geir honum að kaupa 50 prósent hlut í hátíðinni á þrjár milljónir króna. Í fréttinni kom fram að svo virtist sem Jakub hafi verið 17 ára þegar skrifað var undir samninginn og því ólögráða en lögmaður Óla Geirs sagði á sínum tíma að dagsetningin á samningnum væri röng og að Jakub hafi verið orðinn 18 ára. Mikið tap varð á hátíðinni og urðu ósætti á milli þeirra Óla Geirs og Jakubs en samkvæmt heimildum Mannlífs náðust að lokum fullar sættir í málinu.

- Auglýsing -
Óli Geir og Jakub

Flosnaði upp úr námi

Jakub stundaði nám á starfsbraut í Keflavík en flosnaði upp úr námi um 18 ára aldurinn eftir að hann byrjaði að hanga með vafasömum félagsskap, hóf að misnota eiturlyf og selja. Svo fór að í fyrra var hann dæmdur í  skilorðsbundið 12 mánaða fangelsi til tveggja ára fyrir fíkniefnasölu, peningaþvætti og brot á vopnalögum. Bróðir Jakubs, Maciek skrifaði færslu á Facebook þar sem hann tók upp hanskann fyrir bróður sinn vegna óvæginnar umræðu um mál hans. Vísir sagði frá því í frétt en þar er vitnað í Maciek: „Hann byrjar að hanga með fólki sem kemur honum meira og meira inn í eiturlyfjaheiminn en þegar hann lendir í öllu veseni verður hann einn eftir og allir svokallaðir „vinir“ hans hverfa.“

Samkvæmt heimildum Mannlífs er íslenskuskilningur Jakubs ekki 100 prósent og bakland hans nánast ekkert og því skiljanlegt að hann hafi ekkert skilið í fasteignagjöldum og öðrum reikningum sem honum bar að greiða af húsinu og því hafi farið svo að hann missti einbýlishúsið sem hann hafði staðgreitt á sínum tíma. Heimildarmaður Mannlífs sem ekki vill koma fram undir nafni hafði þetta að segja um Jakub: „Þetta er mjög fínn gaur en hefur ekki fengið mörg break í lífinu“.

- Auglýsing -

Þegar þetta er ritað er ekki orðið ljóst hvernig mál Jakub og fjölskyldu endar en búið er að fresta útburði á þeim fram til ágúst en finna á félagsíbúð handa þeim.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -