Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Jarðfræðingur sem elskar gos: „Pæli voða lítið þegar ég kaupi gjafir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar er Þórhallur Ragnarsson, jarðfræðingur. Þórhallur er giftur tveggja barna faðir sem vinnur í gæðaeftirliti hjá Malbikstöðinni. Eiginkona hans er Rakel Gunnarsdóttir, verkefnistjóri í HR, og saman búa þau í Laugardalnum. Í frístundum sínum glímir Þórhallur í Mjölni, spilar tölvuleiki og ferðast með fjölskyldunni.

Gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu?

Geri yfirleitt ekki verðsamanburð á til dæmis matvöru en pæli meira í því í stærri innkaupum eins og heimilistækjum og öðru svipuðu.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Spara með því að versla í Bónus annars nota ég mikið heimsendingu hjá Krónunni sem sparar mér tíma.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

- Auglýsing -

Neeei mætti vera duglegri að endurnýta hluti því miður.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Eins og ég segi, reyni að hafa það ódýrt og þægilegt. Matur í Bónus eða Krónunni, föt á Boozt. Pæli voða lítið þegar ég kaupi gjafir.

- Auglýsing -

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Skyndibita, snarli og gosi.

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Já, hún skiptir mig máli.

Annað sem þú vilt taka fram?

Nei.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -