Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Jarðskjálftahrina: „Það eru ýms­ar mögu­leg­ar at­b­urðarás­ir – All­ar sviðsmynd­ir und­ir“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jarðskjálfta­virkni hef­ur haldið áfram í dag á Reykja­nesskaga, en skjálfta­hrina hófst við Eld­vörp um kl. 11.30 og kl. 14.17 varð skjálfti af stærð 4,2 sem fannst á Reykja­nesskaga og á höfuðborg­ar­svæðinu.

Skjálfti 4,3 að stærð varð klukk­an 17.38  og fá­ein­um sek­únd­um áður var skjálfti um 4 að stærð.

Hall­dór Geirs­son jarðeðlis­fræðing­ur seg­ir í samtali við MBL að land hafi risið í byrj­un maí við Svartsengi, en skjálfta­virkni um­hverf­is svæðið hef­ur verið mik­il und­an­farið.

Hall­dór seg­ir ýms­ar mögu­leg­ar at­b­urðarrás­ir koma til greina varðandi fram­haldið:

„Það eru ýms­ar mögu­leg­ar at­b­urðarás­ir. Það hafa marg­ir talað um að við séum mögu­lega að fara inn í gos­hrinu sem get­ur varað þess vegna næstu 200, 300 árin af og til. Það eru all­ar sviðsmynd­ir und­ir.“

Gosið við Fagra­dals­fjall hafi þá verið upp­hafið að þess­ari gos­hrinu?

- Auglýsing -

„Við vit­um ekki fyrr en upp er staðið hvort að það hafi verið upp­hafið að ein­hverju eða ekki. En það er ým­is­legt sem bend­ir til þess. Það hafa verið ákveðin um­brot í fleiri eld­stöðva­kerf­um en bara Fagra­dals­fjalli; landrisið sem er núna við Svartsengi eða Þor­björn er fjórða slíka landrisið síðan 2020. Svo var líka landris í Krýsu­vík 2020 og svo hafa líka verið ein­hverj­ar óljós­ar hreyf­ing­ar lengra út á Reykja­nes­inu. Það eru mörg kerfi á Reykja­nesskag­an­um sem eru að upp­lifa ein­hverj­ar færsl­ur sem gætu tengst kviku­hreyf­ing­um. En það er ómögu­legt að segja hvenær og hvar eitt­hvað gæti komið upp,“ seg­ir Hall­dór að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -