- Auglýsing -
Íbúar á Mýrum fundu fyrir jarðskjálfta sem varð við Grjótárvatn í dag.
Klukkan 17:19 í dag mældist jarðskjálfti upp á 2,9 að stærð við Grjótárvatn á Mýrum en um er að ræða einn stærsta skjálfta sem hefur mælst í virkni sem hófst á svæðinu í ágúst. Á miðvikudaginn mældist annar stór skjálfti.
Að sögn RÚV hafa nokkrir haft samband við Veðurstofuna og sögðust hafa orðið varir við skjálftann.
Jarðskjálftinn í dag var á gríðarlega miklu dýpi eða á tæpra 18 kílómetra dýpi en sjaldgæft er að skjálftar verði á svo miklu dýpi á Íslandi.