Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Jódís segir VG eina raunhæfa valkostinn fyrir vinstrið: „Við erum á tímamótum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Jódís Skúladóttir segir að Vinstri grænir eigi „mikið erindi í íslenskum stjórnmálum“ en landsfundur flokksins hefst í dag og stendur yfir alla helgina.

Fellbæski þingmaðurinn Jódís Skúladóttir skrifaði stutta Facebook-færslu fyrir stundu þar sem hún segir flokkinn vera á tímamótum, nú þegar landsfundur Vinstri grænna hefst í dag. Þar verður meðal annars kosið um nýja forystu í flokknum en Jódís bíður sig fram gegn Guðmundi Inga Guðbrandssyni í embætti varaformanns flokksins. Svandís Svavarsdóttir er eini einsklingurinn sem boðað hefur framboð sitt til formennsku VG.

Hér má lesa færslu Jódísar:

„Í dag hefst landsfundur VG!

Við kjósum nýja forystu, ræðum stjórnarsamstarfið og skerpum stefnuna.
VG á mikið erindi í íslenskum stjórnmálum, eini raunhæfi valkosturinn þegar kemur að vinstri stefnu.
Við erum á tímamótum og þurfum hugrekki og festu til að vinna okkur upp á trúverðugan hátt. Fyrstu skrefin stígum við á fjölmennum og kraftmiklum landsfundi!
Upp, upp og áfram.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -