- Auglýsing -
Jódís Skúladóttir segir að Vinstri grænir eigi „mikið erindi í íslenskum stjórnmálum“ en landsfundur flokksins hefst í dag og stendur yfir alla helgina.
Fellbæski þingmaðurinn Jódís Skúladóttir skrifaði stutta Facebook-færslu fyrir stundu þar sem hún segir flokkinn vera á tímamótum, nú þegar landsfundur Vinstri grænna hefst í dag. Þar verður meðal annars kosið um nýja forystu í flokknum en Jódís bíður sig fram gegn Guðmundi Inga Guðbrandssyni í embætti varaformanns flokksins. Svandís Svavarsdóttir er eini einsklingurinn sem boðað hefur framboð sitt til formennsku VG.
Hér má lesa færslu Jódísar:
„Í dag hefst landsfundur VG!
Við kjósum nýja forystu, ræðum stjórnarsamstarfið og skerpum stefnuna.
VG á mikið erindi í íslenskum stjórnmálum, eini raunhæfi valkosturinn þegar kemur að vinstri stefnu.
Við erum á tímamótum og þurfum hugrekki og festu til að vinna okkur upp á trúverðugan hátt. Fyrstu skrefin stígum við á fjölmennum og kraftmiklum landsfundi!
Upp, upp og áfram.“