Jódís Skúladóttir sér ekki eftir að hafa boðið sig fram sem varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á landsfundi flokksins um helgina og segist styðja nýkjörna forystu.
„Ég hef líklega fellt 40 ára gamalt met í gönuhlaupi í dag en ég sé ekki eftir neinu!“ Þannig hefst Facebook-færsla Jódísar Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna sem hún birti í gær, eftir að í ljós var komið að hún hlyti ekki brautargengi í framboði sínu til varaformannsembættisins á landsfundi flokksins sem haldinn var um helgina. Þar var Svandís Svavarsdóttir kosin formaður flokksins en hún bauð sig eina fram og Guðmundur Ingi Guðbrandsson var kosinn varaformaður með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Jódís segist þakka fyrir öll símtölin og ástina og að hún voni að framboð hennar og áherslur veiti nýrri forystu innblástur til að hafna málamiðlunum til hægri.
„Ég þakka einlæglega fyrir öll símtölin og skilaboðin, hvatninguna og ástina.