Föstudagur 20. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Jódís sér ekki eftir framboðinu: „Ég hef líklega fellt 40 ára gamalt met í gönuhlaupi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jódís Skúladóttir sér ekki eftir að hafa boðið sig fram sem varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á landsfundi flokksins um helgina og segist styðja nýkjörna forystu.

„Ég hef líklega fellt 40 ára gamalt met í gönuhlaupi í dag en ég sé ekki eftir neinu!“ Þannig hefst Facebook-færsla Jódísar Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna sem hún birti í gær, eftir að í ljós var komið að hún hlyti ekki brautargengi í framboði sínu til varaformannsembættisins á landsfundi flokksins sem haldinn var um helgina. Þar var Svandís Svavarsdóttir kosin formaður flokksins en hún bauð sig eina fram og Guðmundur Ingi Guðbrandsson var kosinn varaformaður með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Jódís segist þakka fyrir öll símtölin og ástina og að hún voni að framboð hennar og áherslur veiti nýrri forystu innblástur til að hafna málamiðlunum til hægri.

„Ég þakka einlæglega fyrir öll símtölin og skilaboðin, hvatninguna og ástina.

Ég styð nýkjörna forystu til góðra verka og vona innilega að mitt framboð og áherslur á lýðræðisleg vinnubrögð og virkara samtal við grasrót og sveitarstjórnarstigið veiti þeim innblástur og hugrekki til að hafna frekari málamiðlunum til hægri!
Áfram VG!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -