Jódís Skúladóttir segir mikilvægt að ræða offituvandamál íslensku þjóðarinnar.
Vinstri græni þingmaðurinn úr Fellabæ, Jódís Skúladóttir segir að tala þurfi um offitu af nærgæti en að það verði að ræða hana. Bendir hún á í Facebook-færslu sinni sem birtist í gær, að Íslendingar séu meðal feitustu þjóða OECD. Smellir Jódís svo á sig kynjagleraugunum: „Um feitar konur sungu bæði Laddi og Kátir piltar á sínum tíma og gríðarlegur og neikvæður fókus hefur verið á holdarfar kvenna.“ Bendir hún svo á að feitar konur eigi það erfiðara en feitir karlmenn, þökk sé feðraveldinu. „Konur í yfirþyngd fá lakari heilbrigðisþjónustu og eiga færri tækifæri á vinnumarkaði. Feitir karlar fá líka lakari þjónustu og færri tækifæri en þeir eru samt í margfalt betri stöðu þökk sé feðraveldinu.“
Að lokum segir Jódís að sér þykir það áhugavert hvað margir eru með „ranghugmyndir varðandi stöðu kynjanna í þessum mál.“ „staðreyndin á Íslandi er þessi:
68% karla á Íslandi eru í ofþyngd – BMI 30 eða hærra
50% kvenna á Íslandi eru í ofþyngd – BMI 30 eða hærra.“
Færsluna má lesa hér:
„Vissuð þið að íslendingar eru meðal feitustu þjóða OECD.