Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Jóhannes ósáttur með verkfall flugumferðarstjóra: „Veru­leg fjár­hags­leg áhrif“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil röskun var á flugi í gær vegna vinnustöðvunar flugumferðarstjóra. Önnur vinnustöðvun er boðuð klukkan 04:00 í nótt og mun standa yfir í sex klukkutíma. Daganna 18. og 20. desember hefur einnig verið boðað til vinnustöðvunar. Viðræður um nýjan samning í kjaradeilunni ganga illa að sögn sérfræðinga. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ástandið slæmt.

„Þess­ar aðgerðir fara mjög illa í okk­ur. Öll trufl­un á flug­sam­göng­um hef­ur veru­lega rask­andi áhrif á grein­ina og sér­stak­lega á flug­fé­lög­in. Rösk­un­in geng­ur síðan niður keðjuna að ein­hverju leyti. Ef fólk tap­ar degi eða ein­hverju slíku þá hef­ur það veru­leg fjár­hags­leg áhrif, ekki bara á grein­ina held­ur á sam­fé­lagið eins og hef­ur komið fram í ný­legri skýrslu um skatt­spor grein­ar­inn­ar. Þetta eru rúm­lega 400 millj­ón­ir á dag sem grein­in er að skila inn til sam­fé­lags­ins,“ sagði Jó­hann­es Þór við mbl.is en hann telur þó ekki að stjórnvöld eigi að stíga inn í deiluna strax.

„Ég held að það sé ekki tíma­bært að ræða það enn þá en það er al­gjör­lega ljóst að verk­föll á þess­um stað í sam­fé­lag­inu geta haft gríðarleg áhrif á afar stutt­um tíma.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -